Fréttabréf - undirgreinar
Samlokufundur: Streita og kulnun
Einkenni, afleiðingar, - hvað er til ráða?
Á Samlokufundi miðvikudaginn 31. október mun Reynar Kári Bjarnason sálfræðingur hjá Líf og sál flytja erindi um streitu, viðhorf og kulnun. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu einkenni, afleiðingar og hvað er til ráða.
Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12 -13.
Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta þetta tækifæri og fræðast um málefni sem er ofarlega á baugi í umræðunni í dag.
Að venju fá félagsmenn samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.