Aðalfundur og ársskýrsla 2022-2023

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 27. apríl 2023.

28. apr. 2023

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2023 var haldinn fimmtudaginn 27. apríl. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Jafnframt var tilkynnt um niðurstöður kosninga í stjórnir félagsins og eru upplýsingar hér neðar. Svana Helen Björnsdóttir, sem sést hér í pontu á aðalfundinum, var endurkjörin formaður félagsins til tveggja ára. 

Ársskýrsla VFÍ 2022-2023

Traustur fjárhagur - sama félagsgjald síðan 2017

Fjárhagsleg staða VFÍ og sjóða í vörslu þess mjög traust. Samþykkt var tillaga um óbreytt félagsgjald, sem hefur verið hið sama frá árinu 2017. (3.750.- kr. á mánuði).

Félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum eins og er meginreglan á íslenskum vinnumarkaði. Dæmi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (0,9%), Læknafélag Íslands kr. 137.000.-, VR (0,7%), BHM (allt að 1,5%), Efling (0,7%).  

Upplýsingar um kosningar til stjórna félagsins.

Fyrirtækið Maskína sá um framkvæmd rafrænnar kosningar til aðalstjórnar VFÍ. Kosningin fór fram dagana 14. til 23. apríl. Sjálfkjörið var í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ og stjórn Kjaradeildar VFÍ.

Aðalstjórn:
Svana Helen Björnsdóttir, formaður til tveggja ára.
Guðrún Sævarsdóttir, meðstjórnandi til tveggja ára.
Þröstur Guðmundsson, varameðstjórnandi, til tveggja ára.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi:
Páll Á Jónsson, formaður til tveggja ára.
Stefán Veturliðason, meðstjórnandi til tveggja ára.
Jón M. Guðmundsson, varameðstjórnandi til eins árs.

Stjórn Kjaradeildar:
Margrét Elín Sigurðardóttir, formaður til eins árs. (Hefur þá lokið sex ára setu í stjórn).
Halldór Zoëga, meðstjórnandi til tveggja ára.
Einar Halldórsson, meðstjórnandi til eins árs. (Hefur þá lokið sex ára setu í stjórn).
Ásdís Sigurðardóttir, varameðstjórnandi til eins ár.

Niðurstöður Maskínu vegna kosningar í aðalstjórn.

Stjórnir Verkfræðingafélags Íslands.